Fjölbreytileikavika

24.3.2023

Í Sveitarfélaginu Hornafirði býr fjölbreyttur hópur fólks. Í næstu viku ætlum við að skoða hver fjölbreytileikinn raunverulega er og vekja jákvæða og uppbyggilega athygli á honum.

Á síðasta ári var haldin Hinsegin vika og tókst hún einstaklega vel. Nú höldum við áfram að vekja athygli á mikilvægum málefnum, ræða um þau og fræðast.Við hvetjum alla vinnustaði og stofnanir til að vekja athygli á fjölbreytileikanum og ræða um hann og gera hann eftirsóknarverðan. Notum myllumerkið #fjölbreytileikiíHornafirði og #diversityinHornafjordur þegar við vekjum athygli á fjölbreytileikanum.

Emil emilmoravek@hornafjordur.is og Anna Birna annab@hornafjordur.is taka líka glöð á móti öllum skemmtilegum fréttum frá ykkur.