Flokkunarstöðvar á Höfn í Hornafirði

13.8.2021

English below.

Áhaldahúsið hefur nú lokið við að setja upp tvær flokkunarstöðvar, við Miðbæ og á Óslandshæð.

Stöðvarnar eru hugsaðar fyrir ferðamenn og aðra vegfarendur sem eiga leið hjá. Boðið er upp á losun á óflokkuðu sorpi, endurvinnanlegu plasti, pappír, pappa og málmum og skilagjaldskyldum dósum og flöskum.

Vænst er þess að vel verið tekið á móti þessari viðbót við sorpþjónustuna á Höfn, fólk flokki rétt og að vel verði gengið um.

Recycling stations at Höfn in Hornafjörður

Now it is possible for tourists visiting Höfn to recycle their waste at a recycling station in the centrum of town, next to Nettó and in Ósland, nature reserve. We hope that people will use it wisely and sort their waste correctly. There are bins for non-recyclable house waste, recyclable plastic, paper, cardboard and aluminum cans, and for deposit beverage bottles and cans.