Flugeldarusl

8.1.2021

Mikilvægt er að íbúar hreinsi til eftir áramóta- og þrettándagleði í kring um hús sín, á gangstéttum og opnum svæðum þar sem veður fer versnandi.

Flugeldarusl er ekki endurvinnanlegt efni og skal því skilað í gámaportið þar sem sérstök söfnun á því fer fram.

Það er öllum til haga að tína ruslið upp sem fyrst áður en það fýkur út í náttúruna!

Gleðilegt nýtt ár!

Umhverfisfulltrúi