Foreldranámskeið

Uppeldi sem virkar, færni til framtíðar

19.9.2025

Foreldranámskeið haldið í Miðgarði, Víkurbraut 24 Höfn.

Kennt verður miðvikudagana 8., 15., 22. og 29. október frá kl. 19:30 - 21:30, 4 skipti alls.

Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barns og fyrirbyggja erfileika á jákvæðan hátt.

Um er að ræða einstaklega gagnlegt námskeið sem er foreldrum að kostnaðarlausu. Auk þess geta foreldrara sem setið hafa námskeiðið, sótt um niðurfellingu á einu mánaðargjaldi fyrir börn sín gegn staðfestingu á þátttöku.  

Skráning fer fram á deild barns í leikskóla eða með tölvupósti á elinborgh@hornafjordur.is eða ragnhildurj@simnet.is .