Förgun jólatrjáa og flugeldarusls

30.12.2021

Íbúar eru beðnir um að losa sig við jólatré í gám fyrir utan Áhaldahúsið við Álaleiru 2.

Við hvetjum íbúa til að nýta sér þessa þjónustu en trén munu enda lífdaga sína við að gleðja geitur í næsta nágrenni.

Þá er mikilvægt að íbúar hreinsi upp eigið flugeldarusl eftir áramót á gangstéttum og opnum svæðum sem allra fyrst. Hægt er að losa sig við flugaldarusl í gámaporti Íslenska Gámafélagsins þar sem sérstök söfnun á því fer fram.

Það er öllum til heilla að hreinsa ruslið upp eftir sig sem fyrst áður en það frystir eða fýkur út á haf.

Með jólakveðju, verkefnastjóri umhverfismála