Föstudagshádegi í Nýheimum

31.1.2019

Nemendur skapa verkefni byggð á menningararfleið

Fas fékk nýlega Erasmus+ menntastyrk frá Evrópusambandinu sem kallast „Cultural heritage in the context of students' careers“ eða „Nemendur skapa verkefni byggð á menningararfleið“ sem er ætlað að vinna verkefni um menningararfleifð þjóðarinnar og á að að tengjast 

menningartengdri ferðaþjónustu. Verkefnið er unnið í samvinnu við fjóra skóla í jafn mörgum löndum frá Ítalíu, Grikklandi, Eistlandi og Litháen.
Átta nemendur taka þátt í verkefninu frá FAS og fóru fjögur þeirra til Eistlands í síðast liðinni viku til þess að taka þátt í fyrstu smiðju verkefnisins.
Núna á föstudaginnu munu Steinunn Erla, Valdís, Relja og Sigjón kynna hvað þau voru að gera með nemendum frá hinum löndunum í Tallin í Eistlandi.