Fræðsluerindi um næringu
Fræðsluerindi Elísu Viðarsdóttur næringarfræðings um hvernig næring hefur áhrif á heilsu, frammistöðu og vellíðan 1. október
Elísa heldur þrjú erindi og verður hægt að fylgjast með tveimur þeirra á teams.
- kl. 11:00 í Nýheimum fyrir eldri nemendur grunnskólans
- kl. 13:00 í Ekrusalnum - næring á efri árum fyrir alla áhugasama. Hægt að fylgjast með á teams.
- kl. 16:30 í Nýheimum - opin fræðsla fyrir alla um mikilvægi góðrar næringar og hvað skiptir mestu máli í mataræði. Hægt að fylgjast með á teams.
Sveitarfélagið hvetur íbúa til að mæta. Þeir sem vilja taka þátt á teams eru beðnir um að senda póst á Þórgunni Torfadóttur thorgunnur@hornafjordur.is og þá bætir hún viðkomandi inn á fundinn.
Elísa Viðarsdóttir næringarfræðingur fjallar um hvernig næring hefur áhrif á heilsu, frammistöðu og vellíðan. Fjölbreytt fræðsla fyrir alla aldurshópa.
Elísa miðlar hagnýtum ráðum byggðum á fræðilegri þekkingu og íþróttareynslu, með það að markmiði að hjálpa fólki að ná jafnvægi og árangri í gegnum næringu.
Hún er með BSc gráðu í Næringarfræði og MSc gráðu í næringar- og matvælafræði. Auk þess gaf hún út bókina Næringin skapar meistarann árið 2021
Elísa hefur mikla reynslu úr íþróttum þar sem hún hefur spilað fjöldann allan af landsleikjum fyrir Íslands hönd ásamt því að hafa spilað erlendis og verið fyrirliði í Íslandsmeistaraliði Vals. Elísa hefur einnig mikla reynslu á sviði næringar. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra fyrir eintaklinga, fyrirtæki og íþróttafélög. Elísa brennur fyrir að hjálpa fólki að ná tökum á næringu með heilbrigðum hætti.