Framkvæmdafréttir

15.9.2022

Fráveita – áfangi 3.

Unnið hefur verið að 3. áfanga fráveituframkvæmda sveitarfélagsins og verður áfram unnið að honum á næstu vikum.

Búast má við truflunum á umferð um Álaugarveg og nágrenni á framkvæmdatímanum. Í vikunni verður byrjað að þvera háspennustrengi Landsnets og Rarik á gatnamótum Álaugarvegar og Sæbrautar. Ekki er gert ráð fyrir rafmagnstruflunum til almennings vegna þessa.

Vegfarendur eru beðnir að sýna tillitssemi við framkvæmdasvæðið.

Strandstígur framhald.

Unnið er að framlengingu strandstígar frá enda hans neðan við Vesturbraut og að Golfskálanum (sjá græna línu á meðfylgjandi korti).

Móttaka jarðvegs

Unnið er að því að undirbúa svæðið norðan við tjaldsvæði sem íbúðarsvæði með móttöku jarðvegs og gert er ráð fyrir að tjaldstæðið verði stækkað til austurs í samræmi við deiliskipulag.