Framlagning kjörskrár vegna alþingiskosninga

20.9.2021

Kjörskrá mun liggja frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunum í Ráðhúsinu til og með föstudagsins 24. september á almennum skrifstofutíma.

Kjörskrá mun liggja frammi almenningi til sýnis á bæjarskrifstofunum í Ráðhúsinu til og með föstudagsins 24. september á almennum skrifstofutíma. Kjörskráin miðast við skráð heimilisfang hjá þjóðskrá 21. ágúst 2021. Athugasemdir við kjörskrána berist bæjarstjórn Hornafjarðar.

Í sveitarfélaginu Hornafirði eru fimm kjörstaðir í Hofgarði, Hrollaugstöðum, Holti, Mánagarði og Heppuskóla.

Í kjörstjórn eru Vignir Júlíusson, Zophonías Torfason og Reynir Gunnarsson.

Atkvæðagreiðsla utankjörfundar er hafin, kjósanda sem ekki getur kosið á kjördag er heimilt að greiða atkvæði utan kjörfundar.

Hægt er að kjósa hjá öllum sýslumönnum á landinu. Atkvæðagreiðsla á erlendri grundu er líka hafin á vegum utanríkisráðuneytisins.

Sjá nánar á kosningavef innanríkisráðuneytisins.