• Opid-hus-i-dreifbyli-1-

Framtíðarsýn í málefnum aldraðra 2026-2034 - Opin hús í dreifbýli

4.9.2025

Dagana 9-11 september mun velferðarsvið sveitarfélagsins bjóða íbúum að koma á opin hús í dreifbýli.

Þar gefst íbúum kostur á að kynna sér stöðu verkefnisins „Framtíðarsýn í málefnum aldraðra 2026-2034“. Þá gefst einnig kjörið tækifæri til að koma með ábendingar og athugasemdir sem gætu nýst við mótun stefnunnar. Rödd allra íbúa er mikilvæg við mótun hennar til að tryggja að þjónusta framtíðarinnar verði í takt við þarfir þeirra óháð búsetu.

Við viljum því hvetja alla sem kost eiga á að mæta í opin hús sem haldin verða í fjórum félagsheimilunum í sveitarfélaginu. 

Dagskráin er eftirfarandi:
9.9.2025 Holt á Mýrum klukkan 17:30-19:30
10.9.2025 Hofgarður klukkan 16:00-18:00
10.9.2025 Hrollaugsstaðir klukkan 19:30-21:30
11.9.2025 Fundarhúsið Lóni klukkan 17:30-19:30

Á opnu húsi verða starfsmenn velferðarsviðs ásamt fulltrúum úr vinnuhóp vegna mótun framtíðarsýnar í málefnum aldraðra. Upplýsingaskilti verða á staðnum sem lýsa stöðu verkefnisins og hægt verður að skila inn athugasemdum til starfsmanna skriflega eða með samtali. Þá er einnig velkomið að eiga samtal við starfsmenn um þá öldrunarþjónustu sem er í boði fyrir íbúa sveitarfélagsins.

Hlökkum til að sjá sem flest mæta!

Opid-hus-i-dreifbyli-1-