Humarhátíð 2016 - Dagskrá

3.6.2016

Humarhátíð hefst fimmtudaginn 23. júní með þjóðarkvöldi Kvennakórs Hornafjarðar í Mánagarði.

Föstudaginn 25. júní verður humarsúpa í heimahúsum og er upplagt fyrir bæjarbúa og gesti að ganga um bæinn og bragða á humarsúpu.

Í íþróttahúsinu verða tónleikarnir „Af fingrum fram“ með þeim Páli Óskari,  Jón Ólafsyni og Róbert bassaleikara. Tónleikarnir eru fyrir alla fjölskylduna og er frítt inn á þá.  

Laugardagurinn hefst á skrúðgöngu með karnivalívafi sem endar á íþróttasvæðinu með skemmtun. Kúadellulottóið verður á sínum stað, heimsmet í humarloku, kassabílarallí, söngvakepni. Söngvaborg býður börn upp á aðstoð með lagaval og æfingar fyrir söngvakeppnina, óvæntur gestur mætir með þeim Siggu Beinteins, Maríu og Páli Óskari. Sindri mun keppa í knattspyrnu og humarsúpa verður boði knattspyrnudeildar á leiknum. Hoppukastalarnir verða á sínu stað.

Á sunnudeginum mun íþróttaálfurinn koma í heimsókn, hann mun að kenna humarhátíðargestum að hreyfing og hollt mataræði er gullsígildi. Íþróttaálfurinn mun skemmta gestum með sinni fjörlegri framkomu og búa keppendur undir frjálsíþróttamótið sem hefst strax eftir að hann er búinn að hita upp.