Frístundastyrkur fyrir 5 -18 ára börn

27.1.2022

Síðustu ár hefur Sveitarfélagið Hornafjörður veitt foreldrum 6-18 ára barna frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. 

Styrkurinn í ár er 50.000 krónur fyrir hvert barn 6 – 18 ára líkt og í fyrra en nú hefur bæst við styrkur fyrir 5 ára börn að upphæð 10.000 krónur.

Markmiðið með frístundastyrknum er að öll börn á aldrinum 5-18 ára geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Skilyrði fyrir styrknum er að barnið eigi lögheimili í sveitarfélaginu, sé á aldrinum 5-18 ára og að frístundirnar séu á vegum félaga og fyrirtækja í sveitarfélaginu. Miðað er við styrkveitingu frá og með því ári sem börn verða 5 ára til og með þess árs sem barnið verður 18 ára. Sjá nánar  reglur um frístundastyrk.

Foreldrar eru hvattir til að nota styrkinn þegar þeir greiða fyrir frístundir barna sinna en það er hægt að gera hér á heimasíðu sveitarfélagsins.