Fundur vegna sumrvinnu hornfirskra háskólastúdenta

24.4.2020

Kynningarfundur verður haldinn fyrir hornfirska háskólanema í Nýheimum, mánudaginn 27. apríl kl. 15:00 á möguleikum til sumarvinnu í gegnum NÝSKÖPUNARSJÓÐ NÁMSMANNA í samstarfi við Rannsóknarsetur Háskóla Íslands, Náttúrustofu Suðausturlands, Nýheima þekkingarsetur, Þórbergssetur og stofnanir sveitarfélagsins Hornafjarðar.

 Allir sem skráðir eru í nám á háskólastigi, líka þeir sem eru að útskrifast í vor, eiga möguleika á vinnu í gegnum þetta úrræði. Nemar eru hvattir til að mæta (20 manns mega koma saman í Nýheimum). 

Ef einhverjir áhugasamir hafa ekki tök á að mæta má fá nánari upplýsingar hjá Soffíu Auði hjá Rannsóknarsetri H.Í. í síma 470 8042 og 848 2003.