Gönguskíðabrautir á Höfn

18.2.2022

Strákarnir í Áhaldahúsinu eru heldur betur að standa sig vel þessa daga þó þeir hafi nóg að gera við snjómokstur hafa þeir breytt tæki til að útbúa gönguskíðabrautir. 

Hægt er að fara á gönguskíði á golfvellinum og á túninu þar sem Gamlabúð stóð. 

Allir sem eiga gönguskíði eru hvattir til að nýta sér þessa frábæru brautir og góða útivistaveðrið sem spáð er um helgina.

Þökkum við starfsmönnum Áhaldahúss fyrir frábæra þjónustu og við snjómokstur sem hefur tekist með eindæmum vel.