Grunnskólanum í Hofgarði slitið 30. maí

9.6.2022

Grunnskólanum í Hofgarði var slitið 30. maí sl. Að þessu sinni fóru skólaslitin fram í Efrabænum á Fagurhólsmýri þar sem skólinn hefur verið starfræktur frá byrjun mars vegna breytinga í Hofgarði.

Grunnskólanum í Hofgarði var slitið 30. maí sl. Að þessu sinni fóru skólaslitin fram í Efrabænum á Fagurhólsmýri þar sem skólinn hefur verið starfræktur frá byrjun mars vegna breytinga í Hofgarði. Skólaslitin voru reyndar úti enda blíðskapar veður þennan dag.

Að skólaslitum loknum var viðstöddum boðið á sýningu í Efrabænum á verkum nemenda auk þess sem kaffiveitingar voru í boði

Til stendur að framkvæmdum verði lokið í Hofgarði í byrjun ágúst og skólastarf þar verði með eðlilegum hætti næsta vetur.

Tveir nemendur voru í samreknum grunn- og leikskóla í vetur og fimm börn í leikskólanum. Næsta vetur verða 3 börn í grunnskólanum og einnig lítur út fyrir einhverja fjölgun í leikskólanum.