Guðbjörg forstöðumaður Þrykkjunnar

14.9.2018

Guðbjörg Ómarsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar í Vöruhúsi.

 Guðbjörg er borin og barnfæddur Hornfirðingur og þekkja íbúar hana eflaust best sem starfsmann á skrifstofu AFLs í mörg undanfarin ár. Guðbjörg hefur lengi haft áhuga á æskulýðs- tómstunda- og forvarnarmálum og hefur því ákveðið að reyna fyrir sér á þeim vettvangi.