Gulur september;

1.9.2025

Gulur september; er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum.

Gulur september; er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðrækt og sjálfsvígsforvörnum. Gulur er litur sjálfsvígsforvarna og þaðan kemur heitið og september er valinn því 10. september er Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna og 10. október er Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn. Semikomman á eftir heitinu í Gulum september; vísar til framhalds, seiglu og vonar.