Hjólað í vinnuna - vinnustaðakeppni

2.5.2017

Sveitarfélagið Hornafjörður – Heilsueflandi samfélag vill minna á vinnustaðakeppnina "Hjólað í vinnuna 2017 "

Íþrótta- og Ólympíusamband íslands stendur í fimmtánda skipti fyrir Hjólað í vinnuna, heilbrigðri vinnustaðakeppni um allt land, dagana 3. – 23. maí. Landsmenn hafa tekið átakinu gríðarlega vel og hafa hjólreiðar landsmanna aukist til muna síðan að verkefnið hófst árið 2003.
 
Meginmarkmið Hjólað í vinnuna er að vekja athygli á virkum ferðamáta sem heilsusamlegum, umhverfisvænum og hagkvæmum samgöngumáta. 
 
Meðan á átakinu stendur verður skráningarleikur þar sem allir þátttakendur eiga möguleika á að vera dregnir út í Popplandi á Rás 2 alla virka daga. Hjólreiðaverslunin Örninn gefur glæsilega vinninga og þann 23. maí er dregið út glæsilegt reiðhjól að verðmæti 100.000kr. 
 
Einnig verður í gangi myndaleikur á Instagram, Facebook og á heimasíðunni þar myndasmiðir sem merkja myndina með #hjoladivinnuna geta unnið flotta hjálma frá Nutcase á Íslandi.

Hægt er að skrá sig í vinnustaðakeppni og eða einstaklingskeppni á síðunni www.hjoladivinnuna.is Keppnin stendur yfir í þrjár vikur og þeir sem eiga ekki hjól geta alveg gengið, hlaupið, komið á línuskautum, hjólabretti, hestbaki eða hverju sem er, sem er umhverfisvænt og heilsusamlegt.

Allir eru hvattir til að taka þátt, hvort sem þeir skrá sig í lið eða ekki.