Hleðslustöð fyrir rafbíla við Sindrahúsið

19.9.2017

Hleðslustöð fyrir rafbíla er komin upp við Sindrahúsið, staðsetning stöðvarinnar er valin með því leiðarljósi, að þeir sem hlaða bíla sína geta sinnt innkaupum eða örðum erindum á miðbæjarsvæðinu á meðan bíllinn er í hleðslu.

Orkusalan gaf sveitafélaginu hleðslustöð fyrir rafbíla, með þessu vill fyrirtækið auðvelda rafbílaeigendum að komast leiðar sinnar í nærsamfélaginu. Hleðslutækin sem Orkusalan valdi eru sterkbyggð nettengjanleg 22 kW EVLINK tæki frá Schneider Electric.

Hleðslutækin hafa öll kortalesara svo mögulegt er að aðgangstýra þeim eða aflstýra ef nægjanleg orka er ekki fyrir hendi á uppsetningarstað. Tækin hafa verið færð í stíl Orkusölunnar og ættu ekki að fara framhjá rafbílaeigendum.