Hönnun Sindrabæjar - kynningarfundur

19.1.2021

Kynningarfundur verður haldinn fimmtudaginn 21. janúar kl. 15:00-16:00, þar sem farið yfir helstu þætti hönnunar í Sindrabæ.

Samþykkt var í fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2021 að hefja endurbætur innanhúss í Sindrabæ. Íbúum gefst nú tækifæri til að kynna sér hönnunina en Sigurbjörn Kjartansson arkitekt hjá Glámu Kím mun fara yfir verkefnið. Fundurinn verður haldinn rafrænt og má nálgast tengil á fundinn hér.