Hreinsunarvika verður 20.-24. apríl

15.4.2020

Íbúar sveitarfélagsins eru hvattir til þess að taka vel til í kringum hús sín og í næsta umhverfi. Fyrirtæki eru einnig hvött til að hreinsa til á lóðum sínum í kringum fyrirtækin og ekki síður á geymslulóðum.

Fara skal með ruslið á söfnunarstöðina við Sæbraut. Opnunartíman má finna á heimasíðu sveitarfélagsins.

Íbúar á lögbýlum sveitarfélagsins athugið!

Brotajárn verður sótt í hreinsivikunni. Hafa skal samband við Skúla, bæjarverkstjóra í síma: 470-8027 fyrir kl 12:00, 17. apríl sé óskað eftir slíkri þjónustu.

Í fyrra var eftirspurnin og þátttakan gífurleg. Við hvetjum lögbýlin til þess að hreinsa til í kringum sig og nýta sér þessa þjónustu.

Tökum höndum saman og fegrum umhverfið fyrir sumarkomu og njótum afrakstursins, saman, í sitthvoru lagi!

Umhverfisfulltrúi.