HSU tekur við rekstri heilbrigðisþjónustu á Höfn

31.3.2020

Heilsugæslan á Höfn ásamt sjúkraflutningum verður rekið af Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Sveitarfélagið mun áfram reka Hjúkrunarheimilið Skjólgarð. 

Heilsugæslan á Höfn ásamt sjúkraflutningum verður rekið af Heilbrigðisstofnun Suðurlands (HSU). Sveitarfélagið mun áfram reka Hjúkrunarheimilið Skjólgarð. 

Yfirfærsla á rekstri heilbrigðisþjónustunnar mun taka gildi frá og með 1. apríl n.k.

Í yfirlýsingu frá HSU segir að íbúar á svæðinu munu ekki finna fyrir breytingunum þar sem þjónustan verður óbreytt en vakin er athygli á að símanúmer breytast. Nýtt aðalnúmer heilsugæslu HSU á Höfn verður 432-2900. Ef hringt er í gömlu númerin koma fram skilaboð um nýja símanúmerið. Jafnframt eru að finna upplýsingar um þessar breytingar á heimasíðu HSU. Áfram skal hringt í 112 sé um slys eða alvarleg veikindi að ræða og 1700 númerið gildir fyrir allt landið áfram.

 

Sama starfsfólk mun gegna störfum á heilsugæslustöðinni og sjúkraflutningum.