Hugmyndasamkeppni um nafn á nýjan leikskóla

22.5.2017

Á fundi fræðslu- og tómstundanefndar 17. maí s.l. var samþykkt tillaga um að efna til hugmyndasamkeppni um nafn á nýja leikskólann á Höfn. 

Samkeppnin er öllum opin og getur fólk skráð hugmynd að nafni á nýjan leikskóla og sitt nafn og símanúmer hér  . Myndaður verður hópur undir stjórn Maríönnu Jónsdóttur leikskólastjóra með þátttöku foreldra, starfsfólks og fulltrúa fræðslu- og tómstundanefndar sem fer yfir tillögurnar. Hópurinn leggur síðan rökstudda tillögu fyrir fund í fræðslu- og tómstundanefnd þann  21. júní n.k. sem tekur afstöðu til hennar. Opið verður fyrir skráningu að tillögum til  7. júní n.k. og eru íbúar hvattir til að taka þátt.