Humarhátíð 2019

12.4.2019

Humarhátíð 2019 verður haldinn síðustu helgina í júní 28. - 30. júní. Sveitarfélagið samdi við hóp áhugasamra einstaklinga úr samfélaginu, samningur var undirritaður í dag, en hópurinn sá um hátíðina árið 2018 og þótti hún takast mjög vel.

Stofnuð verður hátíðarstjórn sem sér um undirbúning og utanumhald hátíðarinnar og verður hún hinn opinberi hátíðarhaldari.

Tilgangur er að halda fjölskylduvæna bæjarhátíð á Hornafirði. Leitast skal við að orðspor og öll umgjörð hátíðarinnar hennar verði jákvæð og eftirsóknarverður áfangastaður fjölskyldna. Eitt af markmiðum hátíðarinnar skal vera að kynna sveitarfélagið og afurðir þess fyrir gestum hennar.