Humarhátíð í heimsfaraldri

16.6.2021

Humarhátíðin hefur verið haldin á Höfn um árabil. Á síðasta ári var ekki hægt að halda humarhátíð sökum heimsfaraldursins.

Þegar fór að nálgast sumarið þetta árið lá ljóst fyrir að erfitt væri að skipuleggja humarhátíð vegna óvissu um fyrirkomulag sóttvarna. Humarhátíðarnefndin gaf því verkefnið frá sér og atvinnu- og menningarmálanefnd ákvað að fallið yrði frá hefðbundinni hátíð.

Menningarmiðstöðin fékk það hlutverk að skipuleggja óhefðbundna humarhátíð í samstarfi við fyrirtæki, félagasamtök og íbúa. Auglýst hefur verið eftir áhugasömum aðilum sem hafa áhuga á að standa fyrir viðburði í sumar, ekki eingöngu humarhátíðarhelgina heldur einnig aðrar helgar sumarsins. Hina hefðbundnu humarhátíð verður lágstemmd dagskrá sem endar á trúbadora stemmningu. Síðar í sumar verður hátíð í Öræfum og fleiri humarhátíðarviðburðir verða auglýstir. Frá og með 15. júní tekur ný reglugerð gildi sem heimilar að 300 manns geti komið saman sem gefur okkur aðeins meira svigrúm til hátíðarhalda þó ekki með sama sniði og verið hefur undanfarin ár.

Fyrstu drög að dagskrá hefur nú verið kynnt en um leið og fleiri viðburðir bætast við mun dagskráin uppfærast. Vonandi tekst að halda skemmtilega humarhátíð í allt sumar í samstarfi íbúa sveitarfélagsins.