Humartónleikar föstudagskvöldið 24.júní í Íþróttahúsinu

15.6.2016

Frítt inn!

Samspil Páls Óskars og Jóns Ólafssonar í spjalli, spileríi og spekúlasjónum hefur slegið í gegn hvar sem þeir hafa komið við, enda á pari við uppistand í hæsta gæðaflokki. Fyrrum barnastjarna og núverandi súperstjarna fer yfir helstu lögin í ferli sínum í tali og tónum, og þar er af nógu að taka.

Verið viðbúin að reka upp hláturrokur sem aldrei fyrr. Það verður einnig stutt í tárin þegar Páll Óskar flytur sínar hugljúfu ballöður á sinn einstaka hátt.Ekki missa af tækifærinu að upplifa Pál Óskar og Jón Ólafsson í svo miklu návígi!