Íbúafundir um almannavarnir

30.10.2017

Íbúafundirnir verða haldnir á Höfn og í Öræfum.

Nýheimum Höfn miðvikudaginn 1. nóvember kl. 20.00.

Hofgarður í Öræfum fimmtudaginn 2. nóvember kl. 20.00.

Sveitarfélagið Hornafjörður og lögreglustjórinn á Suðurlandi boða til íbúafunda um almannavarnir.

Dagskrá fundanna:

  • Björn Ingi Jónsson bæjarstjóri „Hvað brennur á Hornfirðingum og Öræfingum er varðar almannavarnir?“

  • Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri: „Lögreglan á Suðurlandi, hverjar eru áherslur lögreglunnar?“

  • Víðir Reynisson verkefnastjóri almannavarna á Suðurlandi: „Hvað eru almannavarnir að gera?“

  • Jón Örvar Bjarnason byggingaverkfræðingur hjá Viðlagatryggingu Íslands: „Hvað er vátryggt í náttúruhamförum?“

  • Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvárvöktunar Veðurstofu Íslands: „Hvernig virkar vöktunarkerfi Veðurstofunnar?“

  • Umræður

Á fundinum á Höfn mun fulltrúi Veðurstofu Íslands fjalla um aftakaúrkomuna 25.-27.  september s.l. og flóðin sem því fylgdu.

Á fundinum í Hofgarði mun fulltrúi Veðurstofu Íslands fjalla um áhættumat vegna Öræfajökuls.

Á fundinum í Hofgarði mun Ágúst Gunnar Gylfason frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fjalla um verkefni almannavarna vegna Öræfajökuls.

Vonandi sjáum við ykkur sem flest því mikilvægt er að heyra sjónarmið íbúa sveitarfélagsins og fá ábendingar varðandi almannavarnir og sérstöðu svæðisins.

Sveitarfélagið Hornafjörður og lögreglustjórinn á Suðurlandi