• Skjamynd-2026-01-15-113308

Íbúafundur í Nesjum vegna leiksvæðis við Mánagarð

15.1.2026

Íbúafundur verður haldinn í Mánagarði mánudaginn 19. janúar
kl. 19:00, þar sem farið verður yfir hvernig nýta má betur svæðið í kringum Mánagarð fyrir leiksvæði og útivistarsvæði.

Íbúar Nesja og nágrennis eru hvattir til þess að mæta á fundinn og leggja til hugmyndir um hvernig þeir sjá svæðið fyrir sér. Búið er að teikna upp hugmynd af leiksvæði sem kynnt verður á íbúafundinum.

Heitt verður á könnunni. Hlakka til að sjá ykkur sem flest!

Guðrún Agða
Verkefnastjóri umhverfis- og skipulagsmála
Sveitarfélagsins Hornafirði