Íbúafundur fellur niður í Öræfum

21.11.2017

Íbúafundur um fjárhagsáætlun og sameiningarmál sem halda átti í Hofgarði, Öræfum nk. fimmtudag fellur niður vegna veðurs, veðurspá gerir ráð fyrir mjög slæmu veðri í Öræfum alla þessa viku. Fundur um almannavarnarmál verður haldinn eins fljótt og hægt er í samráði við heimamenn.

Fundurinn verður nánar auglýstur síðar.