Íbúafundur um skipulagsmál og opið hús í Hrollaugsstöðum

16.3.2022

Sveitarfélagið Hornafjörður boðar til íbúafundar miðvikudaginn 30. mars vegna skipulagstillagna fyrir uppbyggingu íbúðarhúsnæðis við Hrollaugsstaði í Suðursveit.

Á sama tíma verður íbúum boðið að skoða nýjar leiguíbúðir í gamla skólahúsnæðinu að Hrollaugsstöðum. Opið hús hefst kl 17:30 og fundur um skipulagsmál hefst í félagsheimilinu kl: 18:00.

Brynja Dögg Ingólfsdóttir umhverfis- og skipulagsstjóri
Sveitarfélagsins Hornafjarðar