Íbúar Nesjum og Mýrum A.T.H!

21.2.2017

Sveitarfélagið Hornafjörður fékk styrk fyrir lagningu og tengingu  ljósleiðara í Nesjum og á Mýrum úr verkefninu Ísland ljóstengt 2017.

Til að verkefnið gangi upp er þátttaka íbúa á nauðsynleg, kynningarfundur var haldinn þann 11. febrúar. Þar sem verkefnið var kynnt og að ljósleiðari verður lagður að heimilum og öðrum styrkhæfum tengistöðum. Nægur ljósleiðaraforði verður í stofnstreng svo bjóða megi fleiri tengingar síðar en þá greiðist allur kostnaður vegna tengingar af viðkomandi.

Kerfið verður opið aðgangskerfi, öllum þjónustuveitum er frjáls aðgangur að kerfinu. Endanleg lagnaleið verður valin í samráði við landeigendur.

Meðalkostnaður við hverja tengingu er áætlaðu rúmlega 1 milljón króna. Stofnkostnaður notanda er 350.000 kr. án. vsk.

Í framhaldi af ljósleiðaratengingu mun örbylgjukerfi Gagnaveitu Hornafjarðar á Mýrum verða tekið niður gert er ráð fyrir að verkinu  ljúki á árinu 2017.

Mikilvægt er að sem flestir  taki þátt svo verkefnið geti orðið að veruleika, eigendur húsnæðis og jarða þurfa að undirrita skuldbindingu við verkefnið fyrir þann 15. mars 2017 við Sveitarfélagið Hornafjörð.

Hægt er að nálgast gögn til að undirritunar í afgreiðslu sveitarfélagsins eða á netfanginu afgreidsla@hornafjordur.is

Björn Ingi Jónsson

Bæjarstjóri