Íbúaráð Öræfa blæs til fundar með velferðarsviði

7.2.2024

Íbúaráð Öræfa boðar til fundar með velferðarsviði sveitarfélagsins 8. febrúar kl. 17:00 í Hofgarði. 

Markmið fundarinns er að ræða málefni eldri borgara á svæðinu. Sviðsstjóri velferðarsviðs Skúli I. Þórarinsson kemur á fundinn ásamt forstöðukonu Stuðnings- og virkniþjónustu sveitarfélagsins Sigríði H. Axelsdóttur, sem heldur m.a. utan um heimaþjónustu við eldri borgara og dagþjónustu.
Íbúaráð hvetur alla til þess að mæta, einnig þá sem eru ekki ennþá orðnir eldri borgarar. 
Hér er tækifæri fyrir Öræfinga að hafa áhrif á framtíð þjónustu við eldri borgara í Öræfum.