Íbúðafélag Hornafjarðar hses tekur við nýjum íbúðum

14.12.2018

Íbúðafélag Hornafjarðar sem stofnað er að frumkvæði Sveitarfélagsins Hornafjarðar tók í dag við fyrstu íbúðunum sem byggðar eru skv. nýjum lögum um almennar íbúðir.

Sveitarfélagið Hornafjörður ásamt ríkinu lagið til stofnframlag sem nýtt var til byggingu á leiguíbúðum. Íbúðafélag Hornafjarðar hefur samið við Sveitarfélagið Hornafjörð um að sjá um úthlutun og umsjón með íbúðunum. Þetta eru fyrstu íbúðirnar sem byggðar eru og úthlutað verður á grunni laga um almennar leiguíbúðir.

Í dag afhenti byggingarverktakinn Mikael ehf. Íbúðafélagi Hornafjarðar hses  húsnæðið sem í eru fimm íbúðir sem hafa verið í byggingu undanfarna mánuði. Árið 2016 auglýsti Íbúðalánasjóður eftir umsóknum um stofnframlag ríkisins til byggingar eða kaupa á almennum íbúðum skv. lögum um almennar íbúðir og Íbúðafélag Hornafjarðar hses sótti um stofnframlag og fékk úthlutað.

Markmið laganna er að bæta húsnæðisöryggi fjölskyldna og einstaklinga sem eru undur tekju- og eignamörkum við upphaf leigu, með því að auka aðgengi á öruggu og viðeigandi leiguhúsnæði og stuðla að því að húsnæðiskostnaður sé í samræmi við greiðslugetu leigjenda. Stofnframlög sveitarfélagsins er 16% og stofnframlag ríkisins 22% af stofnvirði vegna byggingar á þessum íbúðum.