Íbúum í sveitum landsins boðið að taka þátt í könnun

22.4.2020

Byggðastofnun hefur sett af stað könnun sem ber heitið Byggðafesta og búferlaflutningar - Sveitir og strjálbýli.

Könnuninni er ætlað að safna margvíslegum upplýsingum sem aukið geta skilning á málefnum sveitasamfélaga og strjálbýlis og stutt við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum. Könnunin er ætluð öllum íbúum 18 ára og eldri í sveitum eða öðru strjálbýli á Íslandi. Með því er átt við íbúa á sveitabæjum og íbúðarhúsum utan þéttbýliskjarna, óháð því hvort búskapur er stundaður þar. 

Könnunin nær ekki til íbúa í þorpum eða litlum byggðakjörnum á stjálbýlum svæðum. Aðrar kannanir munu ná til íbúa í stórum og litlum þéttbýliskjörnum. Sunnlendingar sem búa við þau skilyrði sem könnunin nær til eru hvattir til að taka þátt í könnuninni vefslóðin er hér .

Þar má einnig nálgast nánari upplýsingar um könnunina. Mikilvægt er að rödd sveitasamfélaganna heyrist og því hefur hvert svar mikla þýðingu. Könnunina er einnig hægt að taka á ensku vefslóðin er hér.