Íþróttavika Evrópu

26.9.2022

Njótið og takið þátt

Ímyndið ykkur að lífið sé leikur þar sem þið eruð að halda fimm boltum á lofti. Boltarnir heita Vinna, Fjölskylda, Heilsa, Vinir og Andi og leikurinn gengur út á að halda þeim öllum á lofti í einu.

Þú áttar þig fljótt á því að Vinna er skopparabolti. Þó þú missir þann bolta þá skoppar hann alltaf til þín aftur. En hinir fjórir boltarnir Fjölskylda, Heilsa, Vinir og Andi eru úr gleri. Ef þú missir þá bera þeir þess alltaf merki. Þeir rispast, skemmast og brotna svo það verður jafnvel aldrei hægt að laga þá.

Notaðu tímann þinn vel í vinnunni og farðu svo heim á réttum tíma. Gefðu fjölskyldu og vinum þann tíma sem þeir þurfa, hvíldu þig og ræktaðu líkama og sál. 

Þetta eru mikilvæg gildi sem við erum sennilega öll sammála að skipta máli en þau hafa ekki gildi nema við gefum þeim gildi. "Value has a value only if it's value is valued".

              Bryan Dyson fyrrum framkvæmdastjóri Coca Cola