• Ithrottavika-evropu-25.09.2023

Íþróttavika Evrópu á Höfn

13.9.2023

Íþróttavika Evrópu verður haldin á Höfn síðustu vikuna í september.

Metnaðarfull dagskrá verður vegna íþróttaviku Evrópu síðustu vikuna í september. Opnir tímar verða í hinum ýmsu íþróttagreinum og einnig mun Pálmar Ragnarsson vera víða með umræðu og fyrirlestra um jákvæð samskipti, leiðtoga í íþróttum, fyrirmyndar foreldrar og jákvæð samskipti í þjálfun barna og unglinga. 

Við verðum virk á samfélagsmiðlum og hvetjum alla sem vilja nýta vikuna til þess að brjóta upp starfið eða kynna sýna hreyfingu/íþróttargrein að hafa samband við Emil, verkefnastjóra á Fræðslu- og frístundarsvið, á netfangið  emilmoravek@hornafjordur.is