Íþróttavika Evrópu í Hornafirði
Metnaðarfull dagskrá verður vegna Íþróttaviku Evrópu dagana 23. -30. september.
Opnir tímar verða í hinum ýmsu íþróttagreinum og munu Margrétt Lára Viðarsdóttir sálfræðingur og Einar Örn Guðmundsson sjúkraþjálfari vera með fyrirlestra og fræðslu um andlega og líkamlega heilsu og mikilvægi hreyfingar og réttrar líkamsbeitingar.
Við hvetjum alla til að kynna sér dagskrána og nýta tækifærið til að prófa þá fjölbreyttu hreyfingu sem er í boði í sveitarfélaginu okkar.