• Joladagskra-Gamlabud-Heimasida-0394575

Jóladagskrá í Gömlubúð

2.12.2025

Gömlubúð býður upp á fjölbreytta dagskrá í desember. Um er að ræða glæsilega jólasýningu, handverk og föndur, söng og tónleika auk notalegra samverustunda þar sem t.d. verður hægt verður að spila spil. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir alla viðburði og tímasetningar!

Jólasýning / 7. des. Formleg opnun kl. 14:00
Opnuð verður hátíðleg jólasýning í Gömlubúð þar sem sýndar verða myndir af íslensku jólasveinunum, Grýlu, Leppalúða og Jólakettinum. Einnig verða til sýnis jólamunir úr safneign byggðasafnsins og hlutir sem áður voru gefnir í jólagjöf.
A.T.H. Sýningin verður aðgengileg á opnunartíma Gömlubúðar sem er frá klukkan 14 til kl. 20 alla daga.

Músastigagerð / 7. des. kl. 14:30 - 17:00
Börn og fullorðnir eru hjartanlega velkomin að koma og búa til litskrúðuga músastiga í öllum regnbogans litum. Allt efni verður á staðnum, skæri, lím og annað sem þarf. Leiðsögn verður í boði ef þess er óskað.

Kvennakórinn Jólasöngur / 10. des. kl. 18:00 - 18:30
Kvennakór Hornafjarðar kemur við í Gömlubúð og syngur nokkur vel valin jólalög í formi caroling. Viðburðurinn er kjörin leið til að koma sér í jólaskapið!

Krakkaklúbburinn Kóbra listasmiðja / 13.des. kl.13:00 - 15:00
Skemmtilegt jólaföndur með Hönnu Dís. Krakkarnir fá tækifæri til að búa til jólakort og pakkamiða. Foreldrar eru velkomnir með að eiga notalega stund með börnunum. Börn á öllum aldri velkomin en þau yngstu verða að vera í fylgd með fullorðnum.

Björg og Þorkell jólatónleikar / 17. des. kl. 18:00 - 19:00
Björg Catherine Blöndal og Þorkell Ragnar Grétarsson halda notalega jólatónleika á háaloftinu í Gömlubúð. Boðið verður upp á kaffiveitingar og piparkökur fyrir gesti.

Auk viðburðanna verður hægt að koma við og spila spil og hafa það notalegt á opnunartíma Gömlubúðar, sem er frá kl. 14:00 – 20:00 alla daga!

Öll velkomin!

Jolaaugl_Facebook