Áskorun kennara til bæjarstjórnar

22.11.2016

Grunnskólakennarar afhentu Ólöfu Ingunni Björnsdóttur fjármálastjóra sveitarfélagins, staðgengli bæjarstjóra, áskorun frá fundi kennara sem haldin var fyrr í dag.

Skorað var á bæjarstjórn sveitarfélagsins, um að semja strax við Félag grunnskólakennara. Kom fram í áskorun kennara að að þeir hyggi á uppsagnir um allt land og bent á að nýliðun í kennarastétt er allt of líti og útlit fyrir alvarlegan kennaraskort á næstu misserum.
Einnig er bent á að kennarar standa einnig með kjarabaráttu Tónlistarskólakennara sem hafa verið samningalausir í eitt ár. Þá kom fram að kennarar telja að hvert sveitarfélag geti beitt samninganefnd sveitarfélaga þrýstingi og farið fram á að nefndin semji um eðlilegar kjarabætur kennurum til handa.