Kjörskrá

23.4.2018

Laugardaginn 5. maí 2018 er viðmiðunardagur kjörskrár vegna kosninga til sveitarstjórna sem hafa verið auglýstar þann 26. maí nk.

Námsmenn á Norðurlöndunum þurfa nú að tilkynna sig og senda staðfestingu á námi til Þjóðskrár Íslands til þess að vera skráðir á kjörskrá.

Kosningarétt við sveitarstjórnarkosningarnar þann 26. maí n.k.  eiga allir íslenskir ríkisborgarar sem náð hafa 18 ára aldri á kjördag og sem skráðir eru með lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag. Íslenskir ríkisborgarar sem stunda nám á Norðurlöndunum og sem þurft hafa að flytja lögheimili sitt þangað vegna ákvæða samnings Norðurlandanna um almannaskráningu, glata ekki kosningarétti sínum vegna þess. Nýtt fyrirkomulag þar sem námsmenn á Norðurlöndunum þurfa nú að tilkynna sig og senda staðfestingu á námi til Þjóðskrár Íslands til þess að vera skráðir á kjörskrá, https://www.skra.is/um-okkur/frettir/frett/2018/02/15/Skraning-namsmanna-a-Nordurlondum-a-kjorskra/

 Einnig eiga kosningarétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag, sem og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag, enda hafi þeir náð 18 ára aldri á kjördag og eiga skráð lögheimili í viðkomandi sveitarfélagi þremur vikum fyrir kjördag, https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/sveitarstjornarkosningar-2018/kjosendur-leidbeiningar/ .

Flutningur á lögheimili á milli sveitarfélaga og innan sveitarfélags, sem á sér stað eftir 5. maí  n.k. mun ekki hafa áhrif á útgefinn kjörskrárstofn og þurfa því tilkynningar um lögheimilisbreytingar að berast Þjóðskrá Íslands í síðasta lagi 4. maí eigi þær breytingar að verða skráðar í þjóðskrá fyrir viðmiðunardag.

Allri vinnslu í Kjördeildarkerfi, þar sem raðað er niður á kjörstaði og kjördeildir, þarf að vera lokið fyrir 5. maí.

 

Prentútgáfa kjörskrárstofns verður tilbúin til afhendingar miðvikudaginn 9. maí n.k.  Verður kjörskráin prentuð í 3 eintökum eins og vant er. Þeir sem vilja fleiri eintök þurfa að óska eftir því tímanlega við undirritaða á netfangið ago@skra.is.

 

Stefnt er að því að opnað verði fyrir uppflettingu í kjörskrárstofni „Hvar á ég að kjósa“ mánudaginn 7. maí á vefnum https://www.stjornarradid.is/verkefni/kosningar/sveitarstjornarkosningar-2018/ (slóðin www.kosning.is  vísar beint inn á fyrrnefndan vef) og www.island.is.