Klippikort 2021

8.1.2021

Klippikort fyrir gjaldskyldan úrgang sem nota skal fyrir árið 2021 eru tilbúin til afhendingar í afgreiðslu ráðhúss sveitarfélagsins Hafnarbraut 27.

Eitt klippikort fylgir með fasteignargjöldum íbúðarhúsnæðis. Kortið fæst ekki bætt ef það glatast. Hægt er að kaupa auka kort fyrir 8.000 kr.

Vegna sóttvarna er ráðhúsið almennt læst en íbúum er bent á að koma bakdyra megin og banka til þess að fá kortið afhent. Einnig er hægt að hringja á undan sér í síma 470 8000.

Umhverfisfulltrúi