Klósettið er ekki ruslafata

26.3.2020

Blaut og sótthreinsiklútar stífla lagnirnar, hættum að henda þeim í klósettið! Við bendum sérstaklega á að þó sumir framleiðendur taki fram á umbúðunum að blautþurrkurnar þeirra megi fara í klósettið þá er það ekki rétt.

Við viljum biðja íbúa að passa að nota ekki klósettin sem ruslafötur. Allir blautklúta eiga heima í tunnu fyrir almennt sorp hvort sem þeir eru notaðir á andlit og líkama eða til þrifa og sótthreinsunar.

Starfsmenn hafa orðið varir við aukið magn blautklúta í fráveitunni á Höfn og í Nesjum en slíkt skapar álag í kerfinu og getur valdið stíflum og/eða bilunum á dælum og öðrum búnaði.


Stöndum saman um að halda innviðunum okkar í góðu lagi.