Könnun á búsetusögu og framtíðar búsetu

4.4.2019

Nú stendur yfir könnun á búsetusögu, lífsgæðum og fyrirætlunum um framtíðarbúestu í bæjum og þorpum með færri en 2000 íbúa. Það vantar sárlega þátttöku íbúa af erlendum uppruna.

Tilgangur könnunarinnar er að auka skilingin á sérstöðu og áskorunum þessara byggðarlaga og styðja við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum.

Við þurfum a.m.k. 30% svörun í viðkomandi byggðalögum í hverjum landshluta og höfum nú þegar náð 22% á landsvísu.

Svörun er mjög góð á Kirkjubæjarklaustir en afar dræm á Hellu, Hvolsvelli, Þykkvabæ, Vík og Höfn og sömuleiðis vantar fleiri svör frá íbúm af erlendum uppruna. Könnunin er á íslensku, ensku og pólsku.

KÖNNUNIN Á ÍSLENSKU: www.byggdir.is
SURVEY IN ENGLISH: www.byggdir.is/english
ANKIETA W JĘZYKU POLSKIM:www.byggdir.is/polski 

Í viðhengi er bæklingurinn sem var dreift í síðustu viku til íbúa í þorpum og bæjum með færri en 2000 íbúa og síðan verða sendar tvær áminningar í formi póstkorts og fer sú fyrri í dreifingu í dag og á morgun.

Hér er hlekkur á fréttina á vef Byggðastofnunar

 

Hægt er að fylgjast með svörun og framvindu könnunarinnar á fésbókarsíðunni Byggðafesta og búferlaflutningar