Könnun um þörf á búsetuúrræðum

4.7.2019

Bæjarráð hefur tekið ákvörðun um að framkvæma könnun til að korleggja þörf fyrir frekari uppbyggingu á næstu misserum fyrir þennan aldurshóp.

Einnig eru nokkrar spurningar er varða þörf fyrir þjónustu í heimahús. Könnunin er send öllum íbúum sem hafa náð 50 ára aldri.

Könnunin er rafræn að þessu sinni. Hægt er að nálgast könnunina með að smella hér. Einnig er hægt er að nálgast útprentað eintak í ráðhúsinu, Hafnarbraut 27, sé þess óskað. Svör þurfa að berast eigi síðar en 26. júlí 2019.

Undirrituð Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri ber ábyrgð á framkvæmd og úrvinnslu könnunarinnar en hún er á engan hátt persónurekjanleg og verður þess sérstaklega gætt að farið sé með gögnin samkvæmt lögum um persónuvernd.

Könnunin er mikilvæg til að sveitarfélagið geti gert áætlanir um uppbyggingu íbúða eða annarra búsetuúrræða á næstu árum og því eru allir hvattir til að svara könnuninni.

Með ósk um góð viðbrögð,

Matthildur Ásmundardóttir, bæjarstjóri