Kvennaverkfall 2025 – Breyttur opnunartími stofnana sveitarfélagsins
Í tilefni Kvennafrídagsins, sem haldinn verður föstudaginn 24. október, munu nokkrar stofnanir sveitarfélagsins breyta opnunartíma sínum til að sýna samstöðu með verkefninu. Hér fyrir neðan má sjá breytta opnunartíma.
Menningarmiðstöð
Bókasafnið opið 11:00 -14:00
Svavarssafn opið 09:00 -14:00
Gamlabúð opin 16:00 -20:00
Grunnskólinn
Opinn frá 08:00 - 14:00
Leikskólinn
Lokar kl. 14:00
Velferðarsvið
Engin formleg breyting.
Einstaklingsbundinn þjónusta mun ekki skerðast.
Sundlaugin
Verðun opin, en taka þarf tillit til skertrar þjónust frá kl.14:00 - 16:00.
Linkur á viðburðinn og aðrar upplýsingar: https://fb.me/e/3CGMNUWDI
Kvennaverkfall 2025 - Höfn - 24. október
50 ár eru liðin frá Kvennafrídeginum 1975 og baráttunni er ekki lokið.
Tilkynningum um ofbeldi fjölgar, launamunur kynjanna eykst og það er misrétti í
verkaskiptingu heima fyrir. Jafnrétti er ekki í augsýn.
Nú förum við í Kvennaverkfall. Við mætum og fáum innblástur.
Við ætlum að breyta samfélaginu saman. Fyrir okkur, fyrir konur og kvár, fyrir
framtíðina. Ekkert fær okkur stöðvað.
Við ætlum að fylgja fordæmi kvenna í Reykjavík og labba út kl 14, hittast við ráðhúsið og labba þaðan saman uppá Heppu. Uppá Heppu munum við svo hlusta á nokkur orð frá konum í sveitarfélaginu áður en við horfum saman á útsendinguna frá Austurvelli og fáum okkur kaffi og súkkulaði.
Börnum er auðvitað meira en velkomið að fylgja með mömmum, ömmum, frænkum og vinkonum.

