Kvikmyndatökur á Höfn

24.9.2018

Næstu daga mun kvikmyndatökulið á vegum Hlyns Pálmasonar vera áberandi í þéttbýlinu á Höfn.

Í tilkynningu frá kvikmyndatökuliðinu kemur fram að tökur verði að mestu leyti í Míluhúsinu við Stekkaklett og Hlíðartúni. í sumum tökum þarf að slökkva á ljósastaurum, skotvopn verða notuð með tilheyrandi hávaða og blikkandi lögregluljós munu vera áberandi.

Íbúar eru beðnir að sýna kvikmyndatökuliðinu þolinmæði á meðan tökur standa yfir.