Opnir íbúafundir

17.11.2022

Fjárhagsáætlun og staða verkefna

Á næstunni verða haldnir þrír íbúafundir þar sem farið verður yfir fjárhagsáætlun næsta árs og helstu framkvæmdir sveitarfélagsins og áherslur.

  • Í Nýheimum föstudaginn 25. nóvember klukkan 12:00 – Í boði verður súpa og kaffi
  • Í Freysnesi í Öræfum miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 17:00 – Veitingar í boði
  • Á Hrollaugstöðum í Suðursveit miðvikudaginn 30. nóvember klukkan 20:00 – Veitingar í boði

Íbúar eru hvattir til að mæta á fundina og kynna sér framtíðaráform í sveitarfélaginu og eiga samtal við kjörna fulltrúa.

Sigurjón Andrésson

Bæjarstjóri