• 363583153_1093268661649720_6142135755804838178_n

Samráðsfundur um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks

14.8.2023

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, verður með opinn samráðsfund þann 15. ágúst kl. 12:00 í Nýheimum

Á fundinum verður fjallað um helstu áherslur í þjónustu við fatlað fólk í nútíð og framtíð og hvernig verður staðið að innleiðingu þeirra. Hér gefst íbúum tækifæri til að hafa áhrif á tillögur og stefnumótun og það hvernig staðið er að framkvæmd í málaflokki fatlaðs fólks um allt land.

Dagskrá
Ráðherra mun flytja opnunarávarp og kynnt verða verkefni úr landsáætlun. Fulltrúar heildarsamtaka fatlaðs fólks fjalla um sínar áherslur og framtíðarsýn og starf notendaráða verður kynnt. Að lokum býður ráðherra til samtals við viðstadda.

Fundurinn verður haldinn í Nýheimum þekkingasetri þriðjudaginn 15. ágúst kl. 12:00.