• Frett-lodir-lausar

Lausar íbúðarlóðir á Höfn

15.12.2023

Sveitarfélagið Hornafjörður auglýsir lausar íbúðarlóðir á Höfn tilbúnar til úthlutunar. Um er að ræða lóðir við Sandbakkaveg og lóðir í fyrsta áfanga í þéttingu byggðar.

Yfirlit yfir lausar lóðir er að finna á slóðinni http://map.is/hofn/ undir flipanum „lóðir til úthlutunar“. Hægt er að nálgast þar mæliblöð lóða, skipulagsuppdrætti og gildandi skipulagsskilmála (þar sem við á).

Sérstök athygli er vakin á eftirfarandi sérskilmála sem gilda um lóðir í þéttingu byggðar: „Við skil aðaluppdrátta vegna umsóknar um byggingarleyfi skal lóðarhafi leggja fram áætlun um fyrirhugaðar jarðvegsframkvæmdir og greinargerð burðarþolshönnuðar um að framkvæmdir þessar valdi ekki skemmdum á nærliggjandi lóðum eða þegar byggðum mannvirkjum. Gerð hefur verið jarðvegskönnun á svæðinu sem taka skal tillit til við útfærslu á grundun nýrra húsa. Rask innan hverrar lóðar taki að hámarki 2 ár.“ Með „jarðvegskönnun“ er átt við mælingar á jarðvegsdýpt, en upplýsingar um hana er hægt að finna á viðeigandi mæliblöðum.

Raðhúsalóðir að Silfurbotn 1, 3 og 5 verða úthlutaðar saman. Séu meðumsækjendur (þeir sem sækja saman) um þessar lóðir, skal tilnefna þá í umsókn og skilgreina hvaða lóðir þeir sækja um (1, 3 eða 5).

Bartek Andresson Kass, byggingarfulltrúi