Leik og grunnskólinn í Hofgarði fluttur tímabundið í Mýrina

11.3.2022

Nú eru framkvæmdi hafnar í Hofgarði þar sem opnað verður á milli leikskólans og grunnskólans. Um leið verður leikskólahlutinn og salernin í samkomuhúsinu tekin í gegn.

 Vonir standa til að þessar breytingar muni efla skólastarfið í Lambhaga og Grunnskólanum í Hofgarði um leið og húsakosturinn verður stórbættur allri sveitinni til hagsbóta.

Á meðan á framkvæmdum stendur hefur skólastarfið verið fært í Efri-bæinn á Fagurhólsmýri. Starfsfólkið flutti alla nauðsynlega hluti yfir síðast föstudag og þessa vikuna hafa nemendur og starfsfólk verið að venjast nýjum aðstæðum og koma sér fyrir. Þó þetta sé töluverð röskun fyrir alla þá er starfsfólkið ákveðið í að líta á þetta sem tækifæri til að læra og prófa nýja hluti í skólastarfinu. Það eru því allir kátir í samreknum leik- og grunnskóla í Hofgarði sem nú er á Mýrinni og fólk ætlar svo sannarlega að njóta dvalarinnar þar og gera það besta úr hlutunum.

Framkvæmdum í Hofgarði á að vera lokið 1. ágúst.